Pissað í skóinn

thumb Ef mönnum eru boðnir tveir kostir þar sem annar kemur strax til áhrifa en hinn, sem er nokkru betri, þó nokkru síðar, þá velja menn fyrri kostinn nema sá síðari sé þeim mun hagstæðari. Maðurinn hefur þá tilhneigingu að velja það sem hann getur fengið strax og bætir hag hans umsvifalaust, þó honum bjóðist meira síðar, en þyrfti að bíða. Og þannig er þetta dálítið með skuldaleiðréttinguna. Peningarnir sem sumir fá eru skammgóður vermir.

Gámagettó

thumb Í lögum segir að sveitarfélögin eigi að tryggja húsnæði fyrir íbúa sem “ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna”. Þetta hefur Reykjavík gert með t.d. félagsbústöðum. Sama hvernig hefur árað þá hefur Reykjavík alltaf haft það fyrir stefnu að hafa íbúðirnar góðar, þó vissulega hafi verið gerð þau mistök að blanda ekki nægilega vel félagslegum íbúðum um borgina.

Að mæla heiminn út frá sjálfum sér

thumb Góður vinur sagði mér einu sinni að þeir sem höguðu sér eins og óhemjur í kosningabaráttu væru ekki frambjóðendur heldur makar frambjóðenda. Þannig getur yfirvegaðasta fólk misst sig, þegar makinn fer í framboð. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las pistil Dóra DNA í Kjarnanum í dag. Hann hefur verið duglegur að skrifa um önnur framboð og hvað þau séu bjánalega fótósjoppuð eða hversu mikið þau hafa eytt í kosningabaráttunni.

Þrándur í götu

Sá vandi sem almennur leigumarkaður stendur frammi fyrir helgast meðal annars af því að stjórnvöld hafa ekki fylgst nægilega vel með þróuninni. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur lítið verið fylgst með leigumarkaðnum og Reykjavík er þar ekki undanskilin. Fyrir hrun var mikið byggt og fór svo í hruninu að margar íbúðir stóðu tómar. Eftir hrun hefur svo þróunin verið á hinn veginn. Þá vantaði sárlega litlar og meðalstórar íbúðir á viðráðanlegu verði.

Já, þetta er hægt!

thumb Margir hafa velt fyrir sér hvort tillögur okkar Vinstri grænna séu raunhæfar og hvort það sé til peningur fyrir þessu öllu. Við höfum ætíð svarað því játandi og bent á mikilvægi þess að stórauka framlög til menntamála í borginni um leið. Við viljum bæði gera grunnþjónustu við börn gjaldfrjálsa og við viljum líka bæta kjör umönnunarstétta og forgangsraða fjármunum til skólamála í meira mæli en hefur verið gert. Þetta er hægt og við viljum, og ætlum, að gera það.

Einkavæðingavinirnir í borgarstjórn

thumb Í ljósi umræðu um mögulega sölu á eignarhlut ríkisins á Landsvirkjun finnst mér rétt að minna á að ekki er langt síðan að tveir flokkar í borgarstjórn, Samfylkingin og Besti flokkurinn, viðruðu hugmyndir sínar um að selja Orkuveituna. Sjá t.d. frétt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins frá 27. janúar 2011. Við skulum halda því til haga að Vinstri græn hafa alla tíð staðið á móti einkavæðingu Orkuveitunnar og þá einnig raforkukerfisins, þar sem um er að ræða mikilvæga almannaþjónustu sem á ekki að vera undirseld markaðsöflunum.

Kosningar eru kjarabarátta

thumb Þegar kjarasamningar eru lausir hafa stjórnmálamenn sig hæga. Þeir þykjast engin áhrif hafa og segja að allt sé í höndum samninganefnda sem fara með umboð hins opinbera. Línan á milli stjórnmála og launþega er dregin eins og það séu óskrifaðar reglur um að kjaramál stétta eigi ekkert erindi á borð stjórnmálamanna. Þegar launþegar grípa svo til örþrifaráða í kjarabaráttunni rámar suma stjórnmálamenn hins vegar í áhrifavald sitt: Þeir setja lög og svipta launþega verkfallsréttinum.

Stefnulausi flokkurinn og róttæka hreyfingin

thumb Í morgun fór ég til Bergsteins í morgunútvarpið. Þar spjallaði ég við Evu Einarsdóttur, sem er borgarfulltrúi Besta flokksins og nú frambjóðandi Bjartrar framtíðar, um m.a. málefnaáherslur okkar í VG. Í viðtalinu kom ýmislegt fram í máli Evu sem var beinlínis rangt og mér láðist að leiðrétta, eins og þegar hún fullyrti að samræða við ríkið um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, væri hafin. Borgarráð hefur ekki lokið málinu og viðræður eru ekki farnar af stað þrátt fyrir ítrekun okkar.

Í þágu misskiptingar – endurbirt

thumb Fyrir næstum því ári síðan, eða þ. 13. mars í fyrra, sendi ég Morgunblaðinu grein. Ég held það megi alveg rifja hana upp núna þegar Alþingi ræðir um ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána. Í útvarpinu heyrði ég auglýsingu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lofar að koma aftur á misskiptingu í íslensku samfélagi. Hann segir það ekki umbúðalaust heldur pakkar því inn í glanspappír og bindur kirfilega fyrir með rándýrum böndum. Landsfundurinn samþykkti nefnilega að nú skyldi ærlega tekið til hendinni og öllu komið í fyrra horf.

Vegið að störfum kvenna

thumb Menntamálaráðherra hefur gefið það út að stytting framhaldsskólanáms sé forsenda fyrir kauphækkunum kennara. Með öðrum orðum segir ráðherra að það þurfi að fækka kennurum til borga þeim hærri laun. Þar með hótar hann þeim uppsögnum. Orð ráðherra verða ekki til í tómarúmi, heldur eru þau hluti af orðræðu um að að íslenskt menntakerfi sé of dýrt í alþjóðlegum samanburði miðað við árangur íslenskra nemenda, sem er mældur í könnunum eins og t.