Já, þetta er hægt!

Margir hafa velt fyrir sér hvort tillögur okkar Vinstri grænna séu raunhæfar og hvort það sé til peningur fyrir þessu öllu. Við höfum ætíð svarað því játandi og bent á mikilvægi þess að stórauka framlög til menntamála í borginni um leið. Við viljum bæði gera grunnþjónustu við börn gjaldfrjálsa og við viljum líka bæta kjör umönnunarstétta og forgangsraða fjármunum til skólamála í meira mæli en hefur verið gert.

Þetta er hægt og við viljum, og ætlum, að gera það. Við viljum leita allra leiða til að gera samfélagið betra í dag en það var í gær og betra til framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Með róttækum aðgerðum í þágu barna getur borgin gert sitt til að útrýma fátækt, auka velferð og jöfnuð og koma í veg fyrir misskiptingu. Það er samfélag sem við getum öll samþykkt og því ætti að vera auðvelt að samþykkja stefnu okkar Vinstri grænna í borginni.

 

fimmaraplan_mynd1

Hér má sjá rekstrarafgang Reykjavíkur skv. fimm ára plani, með tillögum Vinstri grænna og án þeirra. Eins og grafið sýnir þá eru umframtekjur talsverðar þrátt fyrir að hafa innleitt gjaldfrelsið að fullu 2018. Súluritin miðast við A-hluta. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.