19. júní

Háttvirtu áheyrendur! Þótt ég standi hér, er það eigi fyrir þá sök, að ég þykist færari en aðrar konur til að taka fyrir umtalsefni eina hlið af þessu mikla áhuga- og velferðarmáli voru: um hagi og réttindi kvenna, heldur vegna þess, að ég vil að einhver af oss konum hreyfi við því. Og fyrst engin af hinum menntuðustu konum vorum hefir tekið það opinberlega til umtals, hætti ég á að rjúfa þögnina í þeirri von að það geti orðið til þess að einhverjar konur, sem mér eru færari til að takast á hendur framsögu máls þessa, finni hjá sér köllun til að skýra það betur fyrir almenningi en ég fæ gjört.

Hátíðarræða í Hólavallakirkjugarði

thumb Það er árviss viðburður 17. júní að leggja blómsveig á leiði heiðurshjónanna sem hvíla hér, Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar sem Íslendingar völdu sem táknmynd sjálfstæðisbaráttu sinnar á 19. öld. Jón ber viðurnefnið forseti, því hann var forseti Hins íslenska bókmenntafélags, og það er ef til vill táknrænt fyrir viðhorf þeirra landa okkar sem lýstu yfir nýju lýðveldi að velja einmitt orðsins mann sem þjóðhetju, því sjálfstæði okkar vannst ekki með vopnum og blóði heldur fyrst og fremst orðum.

Styður áfengi í matvöruverslanir markmið aðalskipulags?

Forseti og borgarstjórn – og ágætu borgarbúar. Hér liggur fyrir tillaga sem virðist vera viðleitni til þess að styðja við sjálfbær hverfi. Er tillagan sett í þann búning um að sé að ræða einhvers konar skipulagsmál þar sem andi aðalskipulags leiðir til tiltekinnar niðurstöðu. Sú er hins vegar ekki raunin. Þó tillagan sé vissulega klædd í þann búning að málið snúist um kaupmanninn á horninu þá snýr hún atur á móti að því að borgin sendi frá sér jákvæð tilmæli til Alþingis um frumvarp sem leyfir brennivín í búðir.

Davíð á Bessastöðum

thumb Flestir vita að það gengur ekki að kjósa Davíð Oddsson forseta lýðveldisins. Fyrir því eru margvísleg góð rök. Samt hefur ein röksemd gegn því fallið í skuggann af öðrum. Eitt af verkefnum forseta er að hafa yfirumsjón um að mynda ríkisstjórn. Það má hugsanlega deila um hversu mikið reynir á það. Eftir kosningar kemur þó jafnan að þeim tímapunkti að formenn flokka fara á fund forseta og ræða við hann um mögulegt ríkisstjórnarmynstur.

Skilaboð til stjórnvalda í Ísrael

thumb Sendiherra Ísraels bað borgarstjórn um að hitta sig á fundi. Sá fundur fór fram í dag. Á fundinum vorum við fjögur sem létum sendiherrann fá hvatningu um m.a. að virða mannréttindi Palestínumanna og hætta hernáminu. Það er ekki oft þar sem borgarfulltrúar fá tækifæri til að láta sig málefni alþjóðasamfélagsins varða þó snertifletirnir séu vissulega fleiri en við nýtum okkur. Reykjavík er auðvitað ekki ríkið en getur lagt lóð sitt á vogarskálarnir með því að mótmæla mannréttindabrotum á fundum, hvort sem það eru fulltrúar Kína, Bandaríkjanna, Ísraels eða Rússlands og eftir atvikum fleiri ríkja.

Nýja samfélagsgerð, takk

thumb Nú liggur fyrir innanríkisráðherra að velja einhvern úr hópi þriggja umsækjenda til þess að gegn stöðu hæstaréttardómara. Ekki veit ég annað en að umsækjendurnir séu allir vandaðir og sjálfsagt hver fyrir sig sæmilega til þess fallnir að verða dómari við Hæstarétt. Við mat á því hver þeirra sé hæfastur ákvað matsnefnd, einungis skipuð körlum, að reynsla af lögmannsstörfun ætti að ráða úrslitum um hæfið. Þá var niðurstaðan svo sem ljós. Af hverju nefndin taldi það skipta mestu máli liggur hins vegar ekki í augum uppi.

Mengandi forysta

thumb Í mínum huga eru stærstu viðfangsefni stjórnmálanna ójöfnuður, kynbundið ofbeldi og loftslagsbreytingar af manna völdum. Ættu allir sem veljast til forystu í stjórnmálum að gera þessi mál að baráttumálum sínum. Það gladdi mig því að lesa í fréttum að Samfylkingin hefði á landsfundi sínum tekið skýra afstöðu gegn olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Við nánari athugun og lestur landsfundarályktana varð ég ekki hins vegar ekki eins kát. Þegar ég heyrði svo í Árna Páli í hádegisfréttum* sunnudaginn 22.

Áhyggjumaður lítur í vitlausa átt

Fyrrverandi varamaður í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fékk birta grein í Morgunblaðinu um helgina þar sem hann lá mér á hálsi fyrir að setja kíkirinn fyrir blinda augað gagnvart múslimum á Íslandi. Beindust sjónir áhyggjumannsins fyrst og fremst að styrk frá Sádi-Arabíu sem honum finnst að Félag múslima á Íslandi eigi að hafna vegna ástands mannréttindamála þar. Það kunna vissulega að vera rök fyrir því að hafna slíkum fjárstuðningi t.d. vegna þess að honum fylgja óaðgengileg skilyrði eða vegna þess að gefandinn hefur óhreint mjöl í pokahorninu.

Snertipunktar

thumb Það eru allir að tala um áfengisfrumvarpið. Þingið hefur notað drjúgan tíma í að ræða það og margir hafa viðrað skoðun sína á samfélagsmiðlum. Með og á móti. Ég hef svo sem líka skoðun á þessu máli og eftir að hafa velt þessu fyrir mér þá hefur mér líka tekist að skipta um skoðun. Núna er ég t.d. fylgjandi einkasölu (samhliða ríkissölu) en vil ekki að vín sé selt í almennum matvörubúðum (sérhæfðar verslanir með mat væru undanskildar).

Innflytjendavandinn

thumb Það er ekkert nýtt að forystumenn stjórnmálaflokka ali á andúð á innflytjendum til að auka fylgi sitt. Þetta gerði Framsókn í borgarstjórnarkosningunum og þetta hafa aðrir flokkar í kringum okkur einnig gert eins og t.d. Sannir Finnar og Svíþjóðardemókratar. Oft er þessi umræða hafin undir því yfirskyni að þeir sem setjast hér að séu afætur á kerfinu, leggi ekkert til þess, séu til vandræða eða komi með óæskileg gildi og vonda menningu.