Skugginn yfir Frakkastíg

thumb Háhýsið sem nú stendur til að reisa neðst við Skúlagötu í Skuggahverfinu er virkilega vond hugmynd. Reyndar finnst mér Skuggahverfið og háhýsin þar ekki falleg þyrping þó ég efist ekki um að útsýnið úr íbúðunum sé stórkostlegt. Þar er eflaust gott að búa. En þegar nýjar byggingar eru samþykktar verður að taka tillit til byggðar sem fyrir er. Og nýbyggingin sem nú stendur til að reisa mun stórskemma útsýnið og fjallasýnina af öllu Skólavörðuholtinu.

Samfélagið og við – ræða haldin á valfundi

thumb Þessa ræðu flutti ég á valfundi Vinstri grænna þ. 15. febrúar þegar ég bauð mig fram í 1. sæti á lista. Fyrir ykkur sem ekki gátuð hlýtt – set ég hana hérmeð á Netið – svo allir geti lesið. Kæru samherjar, félagar og vinir! Þegar ég settist niður til að skrifa þessa ræðu fór hugurinn á flakk og einhverra hluta vegna fór ég að hugsa um Reykjavíkurmaraþonið. Í fyrsta og eina sinn sem ég tók þátt í því, var ég tíu ára, og þetta var í fyrsta sinn sem hlaupið var haldið.

Skammtað úr krepptum hnefa

Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna.

Unga fólkið og spurningarnar

thumb Fór á sunnudaginn á fund hjá UVG og sat þar, ásamt meðframbjóðendum mínum í oddvitasætið, undir svörum. Ungliðarnir höfðu undirbúið tíu spurningar þar sem hver og einn fékk eina mínútu til að svara. Fyrsta spurningin var um sjálfa mig og ég sleppi henni í þessari upptalningu. Auðvitað var hægt að hafa mikið lengra mál um hvern og einn lið og ræða hann í ræmur – en í þessu fólst líka sú glíma að kjarna áherslur sínar.

Hús, bílar og menn

thumb Í fyrsta skipti sem ég fékk að kjósa var ég 18 ára gömul og greiddi atkvæði gegn Maastricht-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku árið 1992. Þá hafði ég búið í Kaupmannahöfn í tæp tvö ár og var farin að jafna mig á heimþránni til Íslands eða öllu heldur Reykjavíkur. Ég flutti heim þremur árum síðar og sé ekki eftir því og ekki heldur dvölinni í Danmörku, því þar lærði ég margt. Kaupmannahöfn kenndi mér ýmislegt um hvað er gott og hvað er slæmt í borgum.

Er PISA eitthvað ofan á brauð?

thumb Daginn sem PISA könnunin kom út hringdi blaðamaður í mig og leitaði álits hjá mér á niðurstöðunum. Ég sendi honum eftirfarandi sem birtist síðan aldrei. Mig langaði að halda því til haga hér: PISA könnunin sem nú liggur fyrir finnst mér vera prófsteinn á tíu ára skólagöngu. Þetta er nokkuð löng mæling á skólakerfinu. Það er ánægjulegt að sjá að skólabragur sé með besta móti og líðan barna góð. Það sýnir okkur að við eigum gott fagfólk sem sinnir námi þeirra af alúð þrátt fyrir að verkefni þess séu sífellt meira krefjandi.

Lestrarhvatning

thumb Þarna má sjá Erik Hirt lesa fyrir son sinn á kynningarbæklingi ætluðum að hvetja til lestrar. Feður ættu að lesa í meira mæli fyrir börn sín. Rannsóknir hafa sýnt að oftast séu það mæðurnar sem taka að sér lestraruppeldi barna sinna. Því þarf að breyta. Lestraruppeldi – eins og annað uppeldi – ætti að vera jafnt hjá foreldrum. Þannig ættu mæður t.d. að ærslast meira með börnum sínum og feður að lesa.

Lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni

thumb Í tíð R-listans var ákveðið að Vísindagarðar skyldu rísa í Vatnsmýri. Mér finnst það ágæt hugmynd. Stúdentagarðarnir sem nú hafa risið eru liður í því. Engin fyrirtæki eða stofnanir hafa hins vegar komið sér fyrir innan vébanda Vísindagarðanna. Mögulega er engin eftirspurn. Mögulega hefur hrunið haft einhver áhrif á það. Hvað sem því líður hefur nú verið tekin fyrsta skóflustungan að lyfjaverksmiðju Alvogen, sem kynnt hefur verið sem Hátæknisetur.

Banabiti íslenskrar velferðar?

thumb Í einhverri kosningabaráttu var ónefndur flokkur sem hélt því fram að traust efnahagsstjórnun væri stærsta velferðarmálið. Undir þá fullyrðingu er vel hægt að taka. Ef velferðarkerfið fær litla eða enga fjárveitingu þá sveltur málaflokkurinn og það snertir okkur öll. Pólitísk forgangsröðun ræður síðan mestu um, hversu hátt málaflokknum er gert undir höfði. Nú kom þing saman og fjármálaráðherra lagði fram fjármálafrumvarp. Margir áttu von á tíðindum þar sem ný ríkisstjórn hefur þótt heldur verklítil.

Vangavelta um lestur og læsi

thumb Mágkona mín er grunnskólakennari að mennt. Áður en hún flutti til Íslands kenndi hún yngstu bekkjum í Danmörku. Eitt árið voru mörg börn af erlendum uppruna í bekk hjá henni. Þetta var 2. bekkur. Við lok hans var lagt fyrir stöðupróf í lestri. Aðeins nokkur börn höfðu tök á því að lesa samfelldan texta sér til gagns. Hún tók niðurstöðurnar nærri sér og fannst eins og hún hefði ekki staðið sig sem kennari þeirra.