Klofningur

thumb

Rammi Reykjavíkur

Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa.

Meirihluta bitlingur

Bókanir af fundi borgarráðs í dag vegna fyrirætlana meirihlutans um að ráða inn stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur í fullt starf. Þær tala fyrir sig sjálfar: Minnihluti Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna mótmæla harðlega þeirri tillögu að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur verði gerður að starfandi stjórnarformanni og verði þannig hluti af launuðu stjórnendateymi fyrirtækisins. Þessi ráðstöfun er algjört einsdæmi og í miklu ósamræmi við það eftirlitshlutverk sem stjórnarformanni ber að sinna gagnvart stjórnendum fyrirtækisins, auk þess hlutverks sem hann hefur í stjórn fyrirtækisins.

Yndin

thumb

Þörf áminning og smá grobb

Vinstri græn eru sterk í borgarstjórn. Á síðasta kjörtímabili hefur VG meðal annars: Fengið samþykkt að orkuverð OR verði gert opinbert Fengið samþykkta hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavíkurborg Fengið samþykkt rannsókn á stjórnsýslu og stjórnkerfi borgarinnar Komið í veg fyrir að Orkuveitan lenti í klóm Hannesar og Bjarna Fengið samþykkt að afnema forréttindi borgarfulltrúa og valinna embættismanna varðandi sumarbústaði Fengið samþykkt að atvinnulaust fólk fái frítt í sund og á bókasöfn Spornað gegn því að Björgólfur Thor Björgólfsson eignaðist Hallargarðinn Fengið samþykkt að barnafólk á fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót Stöðvað einkavæðingu á Droplaugarstöðum Fengið samþykkta tillögu um árlega borgarafundi með borgarbúum og borgarfulltrúum Fengið samþykkt að styrkja Barnverndarnefnd um 3 stöðugildi Fengið samþykkt að árið 2010 er tileinkað velferð barna Fengið samþykkt að stofnaður var aðgerðarhópur um velferð barna Ítrekað fengið samþykkt aukið fjármagn til aðgengismála Fengið samþykkt að fjölga atvinnutækifærum fyrir ungt fólk með auknu fjármagni Fengið samþykkt að stofna námskeið í notkun Strætó fyrir börn í 3.

Praktískar upplýsingar fyrir forvalsdag

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá félagsmönnum VG að forvalskosningin er á laugardaginn, 6. febrúar. Hún fer fram í Kvennaskólanum við Þingholtsstræti á milli klukkan 10 og 18. Hér er mynd sem ég fann á vef Kvennaskólans og sýnir staðsetninguna ágætlega: http://kvenno.is/pages/16. Kosningin fer fram í Uppsölum. Húsnæðið er gegnt breska og þýska sendiráðinu og á ská fyrir ofan bandaríska sendiráðið. Sem sagt, allt í skjóli góðra vina … ehm.

Fiskbollur í dós

Það er skemmtilegt hvernig hægri-hugsunin kemur upp um sig í ýmsum ákvörðunum sem snúa að mannfólkinu, eins og til dæmis þegar rætt er um ölmusur og stimpilklukkur. Fjármagnið er öllu ofar og allt skal mælt eftir mælistiku fjármagnsins. Þessar mælingar kalla svo á sérstaka orðræðu þar sem rætt er um „fjárfestingu í menntun“, „mannauð“ og fleira í þessum dúr. Þegar peningahyggjan ræður ferð er manneskjunni komið haganlega fyrir sem bókahaldsstærð, einu sinni í debit og einu sinni í kredit.

Skrímslaprófkjör

Á meðan frambjóðendur sjálfstæðisflokks og samfylkingar keppast um hylli kjósenda sinna með hressilegum fjárútlátum, fer Vinstrihreyfingin – grænt framboð inn í forvalsbaráttuna með fyrirhyggju og sparnað í veganesti. Á undanförnum árum hefur prófkjörsbaráttan stigið í takt við taumlausa útþenslu og bruðlið hefur stigmagnast. Kostnaður sumra frambjóðenda hleypur á milljónum. Þess má geta að hámarksstyrkjaupphæð til frambjóðenda sjálfstæðisflokksins frá einum og sama gefandanum nemur sömu upphæð og frambjóðendum í forvali Vinstri grænna er heimilt að eyða að hámarki í forvalsbaráttu sinni.

Enn um ungt og greint fólk

Ég var nýlega spurð að því hvað fær ungt og sæmilega greint fólk til þess að freista þess að hasla sér völl í pólitík. Ástæður þeirra sem það reyna eru vafalítið margar og um þær ætla ég ekki að fjölyrða hér. Hins vegar endurspeglast í spurningunni ákveðið viðhorf til stjórnmála sem ætti vitaskuld ekki að tíðkast. Spurningin felur nefnilega í sér að pólitík sé ekki starfsvettvangur fyrir heiðarlegt og vel gefið hæfileikafólk heldur forarpyttur sem öllu venjulegu fólk hrýs hugur við að kasta sér í.

Forval Vg til borgarstjórnarkosninganna

Ég hafði gengið lengi með það í maganum að taka þátt í borgarpólitíkinni. Á nýju ári gerði ég upp hug minn og ákvað að gefa kost á mér í forval Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til borgarstjórnarkosninganna. Á mánudaginn sendi ég svo frá mér fréttatilkynningu þess efnis. Þar sem þetta blogg verður tileinkað þeirri baráttu og svo síðar meir málefnum sem snerta borgina (vonandi) er viðeigandi að birta fréttatilkynninguna hér í heild.