Pissað í skóinn

Ef mönnum eru boðnir tveir kostir þar sem annar kemur strax til áhrifa en hinn, sem er nokkru betri, þó nokkru síðar, þá velja menn fyrri kostinn nema sá síðari sé þeim mun hagstæðari. Maðurinn hefur þá tilhneigingu að velja það sem hann getur fengið strax og bætir hag hans umsvifalaust, þó honum bjóðist meira síðar, en þyrfti að bíða.

Og þannig er þetta dálítið með skuldaleiðréttinguna. Peningarnir sem sumir fá eru skammgóður vermir. Skynsamlegast og sanngjarnast hefði verið að verja þessum 100 milljörðum í mennta- og heilbrigðiskerfið sem við öll nýtum okkur. Í stað þess fara peningarnir okkar allra í að niðurgreiða húsnæðislán sumra.

Þegar öllu er á botninn hvolft kemur skuldaleiðréttingin sér kannski best fyrir Framsóknarflokkinn. Kannski dugar hún honum til að lafa inni á þingi fram yfir næstu kosningar svo hann geti aftur myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það kæmi mér ekki á óvart enda snúast kosningaloforð þeirra meira um að halda völdum en raunverulegar samfélagsumbætur.

Og þannig græðir enginn.

10655236_10152517367748831_7302978332249102684_o