Eftir
Líf
Einkavæðingavinirnir í borgarstjórn
Í ljósi umræðu um mögulega sölu á eignarhlut ríkisins á Landsvirkjun finnst mér rétt að minna á að ekki er langt síðan að tveir flokkar í borgarstjórn, Samfylkingin og Besti flokkurinn, viðruðu hugmyndir sínar um að selja Orkuveituna. Sjá t.d. frétt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins frá 27. janúar 2011.
Við skulum halda því til haga að Vinstri græn hafa alla tíð staðið á móti einkavæðingu Orkuveitunnar og þá einnig raforkukerfisins, þar sem um er að ræða mikilvæga almannaþjónustu sem á ekki að vera undirseld markaðsöflunum.